Please note this retreat will be run in Icelandic, if you are interested in retreats run in English please sign up to my newsletter and tick “International retreats & workshops”

Náttúra & Núvitund

Kvenna Göngu og JÓGAFERÐ

15. - 20. apríl 2026

Leyfðu þér smá náttúru og núvitund og skelltu þér með í skemmtilega kvenna göngu og jógaferð til Costa Brava á Spáni. Náttúra og Núvitund er jógaferð með hinni fullkomnu blöndu af ævintýri og afslöppun. Nærum líkama og sál með daglegu jóga, skemmtilegum göngum, gómsætum grænmetismat og frábærum félagskap – algjör draumur!

Ferðinni er heitið til Begur á Costa Brava svæðinu nálægt Barcelona. Svæðið er algjör náttúruperla með bröttum hlíðum, villtum sjó, gullnum ströndum og sætum þorpum. Aðsetur okkar er glæsileg villa sem hefur verið sérhönnuð og byggð fyrir jógaferðir, með notalegum herbergjum og setustofum, æðislegri sundlaug og glæsilegum sal með útsýni í átt að sjónum. 

Vordagar í Begur eru yndislegir og eru allar líkur eru á notalegum sólardögum og mildum kvöldum.

Dagskrá birt síðar

JÓGAÐ​

Jógatímarnir í ferðinni miðast við bæði byrjendur jafnt sem lengra komna. Á hverjum morgni verður skapandi og fjölbreytt jógaflæði þar sem við hitum upp líkamann, styrkjum og teygjum. Að sjálfsögðu endar líka hver tími á góðri slökun.

Um eftirmiðdaginn verður svo slakandi yin jóga sem eykur liðleika, nærir bandvefi líkamans, eflir blóðflæðið og róar taugakerfið. Í lokin endurnærum við okkur með slakandi nidra eða jógasvefn sem er leidd djúpslökun.

Eitt kvöldið munum við taka Í háttinn jóga eftir mat, þar sem við slökum extra vel á með rólegum teygjum og djúpslökun og rúllum svo beint upp í rúm.

Nánari dagskrá verður birt síðar. Allir dagskrárliðir verða að sjálfsögðu valfrjálsir.

Göngur

Húsið okkar er staðsett rétt fyrir utan bæinn Begur, í hæðunum fyrir ofan Costa Brava strandlengjuna. Svæðið er hæðótt og fallegt og eru gönguleiðir bæði í hæðunum og meðfram sjónum. Því munum við nýta og njóta þessarar glæsilegu náttúru og skella okkur í góðar göngur.

Í ferðinni verða tvær göngur, önnur styttri og hin lengri. Nánari upplýsingar um göngurnar verða birtar síðar. En við gerum ráð fyrir því að styttri gangan verði í kringum 5-6km þar sem við förum niður á ströndina og meðfram sjónum, og það verður jafnvel tækifæri til að taka smá sundsprett.

Við verðum í alveg hreint stórbrotnu umhverfi og því munum við einnig taka eina lengri göngu, líklegast á bilinu 10-12km, til að skoða okkur vel um.

Nánari dagskrá verður birt síðar. Allir dagskrárliðir verða að sjálfsögðu valfrjálsir.

 

Upplýsingar

Náttúra og núvitund mun skila sínu og í ferðinni er innifalin alls kyns dásemd. Fullt af jóga, ævintýrum og dýrindis mat. Því er um að gera að dekra aðeins við sig og leyfa sér smá náttúru og núvitund – þú átt það svo sannarlega skilið!

Innifalið

*Á komudag er aðeins kvöldmatur og á farardag er aðeins morgunmatur

Annar kostnaður

*Ef næg eftirspurn munum við panta litla rútu frá Barcelona til Begur

Flug

Best er að fljúga til Barcelona. Flug í boði með Icelandair og Play.

Verð

  • Triple herbergi (þriggja manna) með ensuite baðherbergi: 239,000 isk á manna
  • Twin herbergi (tveggja manna) með ensuite baðherbergi: 259,000 isk á mann
  • Single herbergi (einstaklings) með ensuite baðherbergi: 275,000 isk á mann
  • Double herbergi (einstaklings) með ensuite baðherbergi: 289,000 isk á mann

Staðfestingargjald við bókun er 50,000 isk og eftirstandandi þarf að greiðast fyrir 1. febrúar 2026. Athugið að hægt er að dreifa greiðslum.

Athugið að hópur verður að hámarki 16 konur (að meðtöldum fararstjóra og kennara).

*Eitt single herbergi og eitt twin/double herbergi deila baðherbergi og fæst 10,000kr afsláttur fyrir þær sem bóka þau herbergi.

Bókanir

Bókanir fara í gegnum saeunn@sajarutyoga.com

Skilmálar

Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt. Ef afbókað er með minna en 12 vikna fyrirvara er því miður ekki hægt að fá endurgreitt en hægt er að yfirfæra bókun á annað nafn.
Bendum einnig á að ferðatrygging er á ábyrgð einstaklinga.

Jógakennarinn

Sæunn Rut er jógakennari (RYT500), lýðheilsufræðingur, doktorsnemi og algjört náttúrubarn sem elskar fátt meira en að blanda saman heilsu, útivist og jóga. Hún hefur farið með ýmsa hópa í jóga og heilsuferðir bæði innanlands og erlendis og leiðir reglulega workshop þar sem hún blandar saman jóga, heilsu og vísindum. Hún leggur áherslu á heilbrigðan og öfgalausan lífstíl og vill hjálpa fólki að finna gott jafnvægi milli styrkleika og teygjanleika, áreynslu og slökun.

Sæunn leggur áherslu á að hlusta á líkamann og taka eftir hugarástandi okkar að hverju sinni og að hreyfa sig í samræmi við það. Hún hefur brennandi áhuga á að yfirfæra jógalærdóminn yfir í daglegt líf. Hún veit að lífið gerist utan jógastúdíósins og vill hún hjálpa þér að gera sem mest úr því lífi. Sæunn nýtir bakgrunn sinn í dansi ásamt þekkingu sinni á mannslíkamanum og huganum til þess að búa til jógatíma sem eru fjölbreyttir og skapandi, jógatíma sem miða að því að finna jafnvægi – á jógamottunni sem og í lífinu.

Ef þú vilt prufa tíma hjá Sæunni þá er hún með fullt af ókeypis tímum á YouTube.

myndir og orð úr fyrri ferðum

“Sæunn er engri lík og jógatímarnir dásamlegir og nærandi”

“Vönduð og vel skipulögð ferð í fallegu umhverfi í fjöllunum”

“Yndislegar samverustundir, nærandi jóga og dásamlegur matur”

“Yndisleg, endurnærandi og frábær félagsskapur”

“Nærandi og orkugefandi ævintýri í fallegu umhverfi og frábærum félagsskap”

“Takk fyrir frábæra ferð sem fór frammúr öllum mínum væntingum”

“Dásemdarferð og ég hlakka til næstu ferðar”

Follow me @sajarut for inspiration, latest news, class updates and general shenanigans.