Náttúra & Núvitund

Lúxus sveitasæla, jóga og afslöppun í Andalúsíu fjöllunum
Please note this retreat will be run in Icelandic, if you are interested in retreats run in English please sign up to my newsletter and tick “International retreats & workshops”

Náttúra & Núvitund

LÚXUS Kvenna JÓGAFERÐ TIL Spánar

29. maí - 3. júní 2024

Skelltu þér á vit ævintýranna og komdu með í lúxus jógaferð til Andalúsíu næsta vor. Náttúra og Núvitund er jógaferð með hinni fullkomnu blöndu af ævintýri og lúxus. Nærum líkama og sál með daglegu jóga, skemmtilegum göngum, gómsætum grænmetismat og frábærum félagskap – algjör draumur!

Ferðinni er heitið í Andalúsíu fjöllin í gullfallega bæinn Gaucín, sem tilheyrir hinum svokölluðu hvítu þorpum Andalúsíu eða Pueblo Blancos. Bærinn er lítill og krúttlegur og var nýlega nefndur “Notting Hill” Andalúsíu. Svæðið laðar að marga listamenn og handverksfólk og er því skemmtilegur skapandi andi á svæðinu. Svo er líka alveg hreint aragrúi af frábærum gönguleiðum í nágrenninu. Húsið okkar liggur rétt fyrir utan bæinn og er vægast sagt stórkostlegt. Með stórum og góðum herbergjum öll með sér baðherbergi, fjölmörgum jógaaðstöðum og gullfallegri infinity sundlaug.

Snemmsumar er hinn fullkomni tími til að skella sér til Suður Spánar, byrjun júní í Andalúsíu fjöllunum er rólegur og góður, allar líkur eru á hlýjum sólardögum og mildum kvöldum.

Í fljótu bragði: 5 nætur, 6 dagar. Daglegt jóga og hugleiðsla, bæði jógaflæði og yin jóga. Fræðandi og skemmtileg workshop. Ævintýralegar fjallgöngur. Gómsætur grænmetismatur. Nægur tími til að slaka á og njóta.

hreyfum líkamann

gisting

Villan okkar er algjör draumastaðsetning fyrir jóga og ævintýraferð. Húsið er hefðbundin spænsk Finca, eða stórt sveitahús, sem hefur verið gerð upp með notalegum lúxus í huga. Húsið er umkringt trjám, með stóran garð og æðislegri infinity sundlaug.

Í húsinu er aðstaða fyrir jóga bæði innan og utanhús. Útisvæðið er við bakka sundlaugarinnar með útsýni yfir fjöllin þar sem við getum notið sólarinnar á meðan við hreyfum líkamann. Einnig er kósý rými inni í húsinu þar sem við getum náð algerri slökun. 

Húsið státar af fjölmörgum notalegum svæðum tilvalin fyrir afslöppun. Í húsinu eru tvær stórar stofur, fjölmargar svalir, risastór garður með æðislegri aðstöðu til að setjast saman og snæða dýrindismat al fresco. Svo má ekki gleyma infinity sundlauginni með útsýni yfir gullfallegu Andalúsíu fjöllin.

Svefnherbergin eru björt og rúmgóð, og sum jafnvel með sér svölum. Rúmin eru öll útbúin með mjúkum og þæginlegum bómullarrúmfötum. Það er einkabaðherbergi með stórri sturtu í öllum herbergjunum og hágæða handklæði fylgja með. Meirihlutinn af herbergjunum í húsínu eru twin herbergi, tilvalin til þess að deila með öðrum ferðalangi. Einnig eru nokkur double herbergi sem eru tilvalin fyrir þær sem vilja smá auka rými og extra lúxus.

nærum sálina

Upplifun

Jógaferðin Náttúra og Núvitund er að sjálfsögðu stútfull af bæði núvitund og náttúru! Við hefjum hvern einasta dag á hugleiðslu og skapandi jógaflæði sem hitar upp líkamann, styrkir hann og teygir. Svo nærum við okkur með gómsætum dögurð útbúinn af matreiðslusnillingum frá héraðinu. Restina af deginum fer svo í afslöppun, lærdóm, skemmtilegheit eða ævintýri. Fyrir matinn rúllum við aftur út jógamottunni fyrir afslappandi yin og djúpslökun áður en við setjumst niður og snæðum ljúffengan kvöldmat.

Dagskrá - Náttúra & Núvitund jógaferð

Allir dagskrárliðir valfrjálsir. Athugið að dagskrá gæti breyst.

Miðvikudagur

16:00 Koma
17:30 Mjúkt jógaflæði
19:30 Kvöldverður og kvöldstund

Fimmtudagur

08:30 Te og slökun
09:00 Jógaflæði og hugleiðsla
10:30 Dögurður
11:30 Styttri ganga
14:00 Frjáls tími
16:00 Workshop
17:30 Yin jóga og djúpslökun
19:00 Kvöldverður

Föstudagur

08:30 Te og slökun
09:00 Jógaflæði og hugleiðsla
10:30 Dögurður
11:30 Fjallganga
19:00 Kvöldverður
21:00 Í háttinn jóga

Laugardagur

08:30 Te og slökun
09:00 Jógaflæði og hugleiðsla
10:30 Dögurður
11:30 Frjáls tími
17:15 Yin jóga og djúpslökun
19:00 Kvöldverður
20:00 Lærdómsstund

Sunnudagur

08:30 Te og slökun
09:00 Jóga workshop og slökun
11:00 Dögurður
12:00 Frjáls tími
16:00 Workshop
19:00 Kvöldverður og lokahóf

Mánudagur

08:00 Jógaflæði og hugleiðsla
09:30 Morgunmatur
11:00 Check-out

JÓGAÐ​

Jógatímarnir í ferðinni miðast við bæði byrjendur jafnt sem lengra komna. Á hverjum morgni verður skapandi og fjölbreytt jógaflæði þar sem við hitum upp líkamann, styrkjum og teygjum. Um eftirmiðdaginn er svo slakandi yin jóga sem eykur liðleika, nærir bandvefi líkamans, eflir blóðflæðið og róar taugakerfið. Í lokin endurnærum við okkur með slakandi nidra sem er leidd djúpslökun. Eitt kvöldið munum við taka Í háttinn jóga eftir mat, þar sem við slökum extra vel á með rólegum teygjum og djúpslökun og rúllum svo beint upp í rúm.

Göngur

Villan okkar er staðsett í stórbrotnu landslagi Andlalúsíufjallanna og allt í kring villuna okkar er gullfalleg náttúra. Við ætlum að sjálfsögðu að kanna þetta æðislega svæði og skella okkur í nokkrar skemmtilegar og frískandi göngur. Við tökum eina styttri göngu til að kynnast svæðinu og svo eina lengri til að kanna aðeins víðar.

Afþreying

Í ferðinni verður nóg af afþreyingu, en einnig nægur tími til að slaka á og njóta. Ásamt jóga og göngum verða einnig fjöldinn allur af skemmtilegum workshopum, bæði fræðandi og skapandi. Í frjálsa tímanum getum við notið villurnar og dýft okkur í laugina eða skoðað þorpið Gaucín sem þekkt er fyrir að heimili margra listamanna.

Maturinn

Þetta verður nú ekki góð jógferð ef það er ekki góður matur! Í ferðinni verður boðið upp á hollan og góðan grænmetismat útbúinn úr ferskum, árstíðarbundnum afurðum. Á hverjum morgni munum við gæða okkur á gómsætum dögurð áður en við hefjum ævintýri dagsins. Á kvöldin verður svo dýrindis kvöldmatarhlaðborð ásamt eftirrétt. Einnig er hægt að næla sér í ferska ávexti, hnetur og te hvenær sem er dagsins.

slökum á

Upplýsingar

Í ferðinni er innifalin alls kyns dásemd og lúxus. Fullt af jóga, ævintýrum og dýrindis mat. Því er um að gera að dekra aðeins við sig og leyfa sér smá náttúru og núvitund – þú átt það svo sannarlega skilið!

Innifalið

*Á komudag er aðeins kvöldmatur og á farardag er aðeins morgunmatur

Annar kostnaður

*Ef næg eftirspurn munum við panta litla rútu frá Málaga til Gaucín

Flug

Best er að fljúga til Gibraltar eða Málaga. Eins og er þá bíður Play upp á beint flug til Málaga daginn fyrir og daginn eftir upphaf og lok jógaferðarinnar og mælum við með þessu flugi.

Verð

  • Lúxus twin herbergi (tveggja manna): 230,000 isk á mann – UPPSELT
  • Lúxus double herbergi (einstaklings): 280,000 isk á mann – UPPSELT

Staðfestingargjald við bókun er 50,000 isk og eftirstandandi þarf að greiðast fyrir 1. apríl 2024. Athugið að hægt er að dreifa greiðslum.

Bókanir

Bókanir fara í gegnum saeunn@sajarutyoga.com

Skilmálar

Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt. Ef afbókað er með minna en 12 vikna fyrirvara er því miður ekki hægt að fá endurgreitt en hægt er að yfirfæra bókun á annað nafn.
Bendum einnig á að ferðatrygging er á ábyrgð einstaklinga.

njótum stundarinn

Jógakennarinn

Sæunn Rut er jógakennari (RYT500), lýðheilsufræðingur og algjört náttúrubarn sem elskar fátt meira en að blanda saman heilsu, útivist og jóga. Hún hefur farið með ýmsa hópa í jóga og heilsuferðir bæði innanlands og erlendis og leiðir reglulega workshop þar sem hún blandar saman jóga, heilsu og vísindum. Hún leggur áherslu á heilbrigðan og öfgalausan lífstíl og vill hjálpa fólki að finna gott jafnvægi milli styrkleika og teygjanleika, áreynslu og slökun.

Sæunn leggur áherslu á að hlusta á líkamann og taka eftir hugarástandi okkar að hverju sinni og að hreyfa sig í samræmi við það. Hún hefur brennandi áhuga á að yfirfæra jógalærdóminn yfir í daglegt líf. Hún veit að lífið gerist utan jógastúdíósins og vill hún hjálpa þér að gera sem mest úr því lífi. Sæunn nýtir bakgrunn sinn í dansi ásamt þekkingu sinni á mannslíkamanum og huganum til þess að búa til jógatíma sem eru fjölbreyttir og skapandi, jógatíma sem miða að því að finna jafnvægi – á jógamottunni sem og í lífinu.

Ef þú vilt prufa tíma hjá Sæunni þá er hún með fullt af ókeypis tímum á YouTube.

Náttúra & Núvitund

Lúxus sveitasæla, jóga og afslöppun í Andalúsíu fjöllunum​

Follow me @sajarut for inspiration, latest news, class updates and general shenanigans.