Jóga & Ganga Á Costa Brava
19.october - 24.october 2019
Yoga & Hiking in Costa Brava – Please note, this retreat will be run in Icelandic.
Við mæðgurnar kynnum með stolti jógaferð, með fullt af göngum og slökun, til gullfallega Costa Brava strandsvæðisins á Spáni. Ferðin er 6 dagar (5 gistinætur) og markmiðið er að allir ferðalangarnir endurnærist á líkama og sál í ferðinni.
Í ferðinni munum við næra líkama og sál með daglegu jóga, gönguferðum og góðum grænmetismat í frábærum félagsskap. Við brennum báðar fyrir útiveru, jóga og heibrigðum öfgalausum lífstíl og langaði því bjóða upp á ferð sem sameinar þetta allt.
Gleðin mun gerast í stórkostlegu litlu húsi með björtu jógarými, sundlaug, geggjaðri aðstöðu og dásamlegu útsýni. Ef þú vilt hefja veturinn næsta með sól, heilsu, slökun og skemmtun endilega skelltu þér með okkur.
Nánari upplýsingar um gistingu, ferðaáætlun og fleira má finna í kynningarefninu hér fyrir neðan.
Verðið er 130.000 isk á mann fyrir tveggja til þriggja manna herbergi en 140.000 fyrir eins manns herbergi.
Hafið samband við siathordar@hotmail.com eða saeunn@sajarutyoga.com til að bóka.