Flakk & flæði
Please note this retreat will be run in Icelandic, if you are interested in retreats run in English please sign up to my newsletter and tick “International retreats & workshops”
Flakk & flæði jógaferð
- Landhótel, Ísland
Flakk og flæði er jógaferð og ævintýrahelgi þar sem markmiðið er að hreyfa líkamann, næra sálina og njóta náttúrunnar. Við endurhlöðum okkur með daglegu jóga, góðri útivist, frábærum mat, góðum félagsskap og algjörri slökun.
Gleðin mun gerast á Landhótel sem er frábærlega staðsett fyrir útiveru og býður upp á notaleg herbergi, sauna, heitan pott og yndislegan mat. Ef þú vilt birta upp á veturinn með útiveru, heilsu, slökun og skemmtun endilega skelltu þér með okkur.
Næstu Dagsetningar:
17. - 19. Febrúar 2023
hreyfum líkamann
gisting
Landhótel er aðeins klukkutíma keyrslu frá Reykjavík en státar af algjörri sveitasælu. Hótelið er umvafið náttúrufegurð með útsýni til allra átta og með fjöll eins og Búrfell nánast í bakgarðinum. Í næsta nágrenni eru einnig margar af helstu náttúruperlum Suðurlands og því tilvalin staðsetning fyrir alls kyns útivist og afslöppun.
Hótelið er hannað með íslenska náttúru að leiðarljósi og leggur áherslu á hvíld og kyrrð. Í öllum vistarverum hótelsins er góð hljóðvist og eru herbergin búin vönduðum rúmum með lúxus sængurfatnaði og stórum baðherbergjum. Veitingasalurinn er stór og bjartur með stórkostlegt útsýni til fjalla og jökla og munu kokkarnir undirbúa dýrindis þriggja rétta kvöldverð fyrir okkur bæði kvöldin ásamt yndislegum morgunverð á morgnanna.
Á Landhótel er bæði venjuleg og infrarauð sauna og heitur pottur þar sem hægt er að ná algjörri afslöppun. Svo er líka tilvalið að panta sér nudd til að dekra aðeins við sig.
nærum sálina
Dagskrá
Ferðin er stútfull af bæði flakki og flæði! Við náum góðri hreyfingu með jóga og göngum en samt sem áður er nægur tími til að slaka á og njóta. Markmiðið er að allir ferðalangarnir endurnærist á líkama og sál og nái alveg að endurhlaða batteríin.
Föstudagur
Innritun frá kl 16:00
17:30 Yin & Nidra (90 mín) – Öndum djúpt og leyfum okkur að sökkva í mildar yin stöður sem ekki bara auka liðleika heldur einnig næra bandvefi líkamans, efla blóðflæðið og róa taugakerfið. Í lokin endurnærum við okkur með slakandi nidra sem er leidd hugleiðsla og djúpslökun. Sleppum takinu, losum um streitu og spennu og leyfum okkur smá kyrrð og ró.
19:30 Þriggja rétta kvöldverður
Laugardagur
8:45 Morgunjógaflæði (60 mín) – Byrjum daginn á besta hátt með mjúku en kraftmiklu jógaflæði sem hitar up líkamann, styrkir hann og teygir. Flæðið er skapandi og fjölbreytt og býður upp á mismunandi erfiðleikastig.
10:00 Morgunverður
11:30 Ganga (ca 2-3 tímar) – Skellum okkur út í ferska loftið og tökum rólega göngu í stórbrotinni náttúrunni í nágrenni hótelsins. Gangan verður við hæfi allra og gerum við ráð fyrir 2-3 tímum með stoppum.
17:30 Workshop um svefn & streitu (90 mín) – Byrjum á mjúku jógaflæði til að aðeins hreyfa líkamann áður en við setjumst niður og lærum um svefn og hvernig við getum bætt svefnvenjur okkar ásamt því hvernig við getum losað streitu. Ljúkum svo workshopinu á leiddri hugleiðslu og djúpslökun.
20:00 Þriggja rétta kvöldverður
Sunnudagur
8:45 Morgunjógaflæði (60 mín) – Tökum annað skemmtilegt og skapandi jógaflæði, öndum djúpt og hreyfum líkamann á meðvitaðan hátt. Reynum aðeins á okkur áður en við sökkvum djúpt ofan í nærandi teygjur og tökum svo djúpa slökun í lokin.
10:00 Morgunverður og kveðjur
Allir dagskrárliðir valfrjálsir. Athugið að dagskrá gæti breyst.
Jóga er að sjálfsögðu fyrir alla og jógatímarnir í ferðinni miðast við bæði byrjendur jafnt sem lengra komna. Sömuleiðis verður gangan á rólegu nótunum og er aðal málið að komast út og njóta náttúrunnar.
njótum náttúrunnar
Upplýsingar
Í ferðinni er innifalin alls kyns dásemd og lúxus. Fullt af jóga, útivist og dýrindis mat. Því er um að gera að dekra aðeins við sig og skella sér í smá flakk og flæði – þú átt það svo sannarlega skilið!
Innifalið
- Gisting í tvær nætur
- Þriggja rétta kvöldverður bæði kvöldin
- Morgunverðarhlaðborð báða morgna
- Þrír jógatímar og eitt workshop
- Ganga í gullfallegri náttúru
- Frí afnot af saunu og heitum pottum
- Einnig er hægt að kaupa nestispakka fyrir gönguna
Verð
Gisting í tveggja manna herbergi: 69,500kr á mann
Gisting í eins manna herbergi: 89,400kr á mann
Hámark 15 manns
Skilmálar
Lágmarksþátttaka er 10 manns og ef sá fjöldi næst ekki verður endurgreitt.
Bókanir
Bókanir og fyrirspurnir: saeunn@sajarutyoga.com
eða booking@landhotel.is.
Við hlökkum til að taka á móti þér!
slökum á
Jógakennarinn
Sæunn Rut er jógakennari (RYT500), lýðheilsufræðingur og algjört náttúrubarn sem elskar fátt meira en að blanda saman heilsu, útivist og jóga. Hún hefur farið með ýmsa hópa í jóga og heilsuferðir bæði innanlands og erlendis og leiðir reglulega workshop þar sem hún blandar saman jóga, heilsu og vísindum. Hún leggur áherslu á heilbrigðan og öfgalausan lífstíl og vill hjálpa fólki að finna gott jafnvægi milli styrkleika og teygjanleika, áreynslu og slökun.
Sæunn leggur áherslu á að hlusta á líkamann og taka eftir hugarástandi okkar að hverju sinni og að hreyfa sig í samræmi við það. Hún hefur brennandi áhuga á að yfirfæra jógalærdóminn yfir í daglegt líf. Hún veit að lífið gerist utan jógastúdíósins og vill hún hjálpa þér að gera sem mest úr því lífi. Sæunn nýtir bakgrunn sinn í dansi ásamt þekkingu sinni á mannslíkamanum og huganum til þess að búa til jógatíma sem eru fjölbreyttir og skapandi, jógatíma sem miða að því að finna jafnvægi – á jógamottunni sem og í lífinu.
Ef þú vilt prufa tíma hjá Sæunni þá er hún með fullt af ókeypis tímum á YouTube.
Flakk & flæði
Jóga, útivist og endurheimt í náttúru Íslands
Follow me @sajarut for inspiration, latest news, class updates and general shenanigans.