Næring & Núvitund

Jóga, afslöppun, ævintýri og lúxus á suð-austurströnd Portúgals
Please note this retreat will be run in Icelandic, if you are interested in retreats run in English please sign up to my newsletter and tick “International retreats & workshops”

Næring & Núvitund

LÚXUS Kvenna JÓGAFERÐ TIL PORTÚGALs

19. - 24. apríl 2023

Leyfðu þér smá lúxus og komdu með í Næring og Núvitund jógaferð til Portúgals næsta vor. Næring og Núvitund er jógaferð með extra dass af lúxus. Nærum líkama og sál með daglegu jóga, gómsætum grænmetismat og frábærum félagskap – algjör draumur!

Ferðinni er heitið á Casa Fuzetta sem er algjör lúxusperla í hjarta fiskiþorpsins Olhão á Algarve strönd Portúgals. Húsið hefur birst í Vogue og Elle Magazine og hefur einnig verið nefnt sem eitt af top 10 staðsetningum fyrir jógaferð tvö ár í röð af Travel & Leisure. Húsið státar af bæði stíl og þægindum, stórum herbergjum með sér baðherbergi, æðislegri jógaverönd og sundlaug á þakinu!

Algarve svæðið er þekkt fyrir 300 sólardaga á ári og Apríl er fullkominn tími til að upplifa þessa náttúruperlu. Það er utan háannatíma og því aðeins meiri friður og ró, veðrið er milt og notalegt og náttúran byrjuð að blómstra í vorloftinu.

Í fljótu bragði: 5 nætur, 6 dagar. Daglegt jóga, bæði jógaflæði og yin jóga. Fræðandi workshop um svefn og streitu. Ævintýraferð á báti til nálægra eyja. Hamingjufyrirlestur. Föndurstund. Gómsætur grænmetismatur. Nægur tími til að slaka á og njóta.

hreyfum líkamann

gisting

Casa Fuzetta er draumastaðsetning fyrir jógaferð. Húsið hefur verið endurnýjað með það í huga að heiðra gamla byggingarstílinn en samt sem áður blanda inn nútímalegri hönnun og þægindi – eins og t.d. sundlaug á þakinu! Húsið er gullfallega innréttað með náttúrulegum litum og efnum til þess að skapa ró og afslöppun.

Í húsinu eru tvö æðisleg jógarými. Á þakinu er stór og góð jógaverönd þar sem við getum notið sólargeislanna á líkama okkar á meðan við förum í gegnum sólarhyllinguna. Inni í húsinu er svo rúmgóður og rólegur salur sem við getum náð algerri afslöppun.

Húsið státar af litlu bókasafni, kósý stofu og stóru rými þar sem við munum setjast saman og snæða dýrindismat og njóta samveru hvors annars. Einnig er nóg af litlum svölum og skotum sem hægt er að tilla sér til að lesa bók og slaka á.

Svefnherbergin eru björt, rúmgóð og fallega innréttuð. Rúmin eru öll útbúin með mjúkum og þæginlegum bómullarrúmfötum. Það er einkabaðherbergi með stórri sturtu í öllum herbergjunum og hágæða handklæði fylgja með. Meirihlutinn af herbergjunum í húsínu eru twin herbergi, tilvalin til þess að deila með öðrum ferðalangi. Einnig eru nokkur double herbergi sem eru tilvalin fyrir þær sem vilja smá auka rými og extra lúxus.

nærum sálina

Upplifun

Jógaferðin Næring & Núvitund er að sjálfsögðu stútfull af bæði núvitund og næringu! Við hefjum hvern einasta dag á hugleiðslu og skapandi jógaflæði sem hitar upp líkamann, styrkir hann og teygir. Svo nærum við okkur með gómsætum bröns útbúinn af matreiðslusnillingum frá héraðinu. Restina af deginum fer svo í afslöppun, lærdóm, skemmtilegheit eða ævintýri. Fyrir matinn rúllum við aftur út jógamottunni fyrir afslappandi yin og djúpslökun áður en við setjumst niður og snæðum ljúffengan kvöldmat.

Dagskrá - Næring & Núvitund jógaferð

Allir dagskrárliðir valfrjálsir. Athugið að dagskrá gæti breyst.

Miðvikudagur

17:00 Koma
18:00 Mjúkt jógaflæði
19:30 Kvöldverður

Fimmtudagur

08:30 Te og slökun
09:00 Jógaflæði og hugleiðsla
10:30 Bröns og slökun
11:30 Frjáls tími
15:30 Workshop um svefn & streitu
17:30 Yin jóga og djúpslökun
19:00 Kvöldverður

Föstudagur

08:30 Te og slökun
09:00 Jógaflæði og hugleiðsla
10:30 Bröns og slökun
12:30 Bátsferð til nálægra eyja
19:00 Kvöldverður
20:30 Í háttinn jóga

Laugardagur

08:30 Te og slökun
09:00 Jógaflæði og hugleiðsla
10:00 Bröns og slökun
11:00 Frjáls tími (td hægt að kíkja á markaðinn í bænum)
17:00 Yin jóga og djúpslökun
19:00 Kvöldverður
20:00 Hamingjan með Önnu Lóu

Sunnudagur

08:30 Te og slökun
09:00 Jógaflæði og hugleiðsla
10:30 Bröns og slökun
11:30 Frjáls tími
15:30 Föndurstund
19:00 Kvöldverður og lokahóf

Mánudagur

08:00 Jógaflæði og hugleiðsla
09:30 Morgunmatur
11:00 Check-out

Jógað

Jóga er að sjálfsögðu fyrir alla og jógatímarnir í ferðinni miðast við bæði byrjendur jafnt sem lengra komna. Á hverjum morgni verður hugleiðslustund og jógaflæði. Flæðið er skapandi og fjölbreytt og er markmiðið að hita upp líkamann, styrkja hann og teygja. Um eftirmiðdaginn er svo slakandi yin jóga eykur liðleika, nærir bandvefi líkamans, eflir blóðflæðið og róar taugakerfið. Í lokin endurnærum við okkur með slakandi nidra sem er leidd hugleiðsla og djúpslökun. Eitt kvöldið munum við taka Í háttinn jóga eftir mat, þar sem við slökum extra vel á með rólegum teygjum og djúpslökun og rúllum svo beint upp í rúm.

Workshop um Svefn & Streitu

Einn eftirmiðdaginn munum við setjast niður og kafa djúpt í svefn og streitu. Við munum læra meira um mikilvægi svefns, hvað gerist á meðan við sofum og hvað við getum gert til þess að sofa betur. Einnig munum við fjalla um streitu og ræða leiðir til þess að losa og höndla streitu. Markmiðið hér er að læra meira um líkamann og taugakerfið og áhrif svefns og streitu, ásamt því að kanna leiðir til þess að bæta venjur okkar og auka vellíðan.

Bátsferð

Einn daginn förum við á vit ævintýranna og hoppum upp í bát sem mun fara með okkur á eina (eða jafnvel fleiri) af eyjunum í nágrenninu. Það mun gefast nægur tími til þess að njóta umhverfisins, sóla sig aðeins og jafnvel að hoppa aðeins í sjóinn. Einnig er hægt að næla sér í gómsætan hádegismat.

Hamingjan í lífi & starfi

Stendur þú sjálfan þig að því að bíða eftir því að lífið verði einhvern veginn allt öðruvísi svo þú getir upplifað meiri hamingju? Stundum erum við að bíða eftir hamingjunni í stað þess að næra hana hér og nú. Anna Lóa, eigandi Hamingjuhornsins, fjallar um það sem einkennir hamingjusamt fólk í lífi og starfi og aðra mikilvæga þætti sem skipta máli á tímum mikilla breytinga og óvissu.

Föndurstund

Einn eftirmiðdaginn munum við setjast saman og föndra eigin minjagrip. Föndur er frábært fyrir núvitund og gullið tækifæri til að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Föndrið verður létt og skemmtilegt og er aðalmálið bara að hafa gaman.

slökum á

Upplýsingar

Í ferðinni er innifalin alls kyns dásemd og lúxus. Fullt af jóga, ævintýrum og dýrindis mat. Því er um að gera að dekra aðeins við sig og leyfa sér smá næringu og núvitund – þú átt það svo sannarlega skilið!

Verð

Ef bókað er fyrir 1. nóvember:

  • Lúxus twin herbergi (tveggja manna): 195,000 isk á mann
  • Lúxus double herbergi (einstaklings): 245,000 isk á mann

Ef bókað er eftir 1. nóvember:

  • Lúxus twin herbergi (tveggja manna): 205,000 isk á mann
  • Lúxus double herbergi (einstaklings): 255,000 isk á mann

Staðfestingargjald við bókun er 50,000 isk og eftirstandandi þarf að greiðast fyrir 1. janúar 2023. Ef ferðin er greidd að fullu fyrir 1. sept fæst 5,000 kr afsláttur.

Bókanir

Bókanir fara í gegnum saeunn@sajarutyoga.com

Skilmálar

Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt. Ef afbókað er með minna en 12 vikna fyrirvara er því miður ekki hægt að fá endurgreitt en hægt er að yfirfæra bókun á annað nafn.
Bendum einnig á að ferðatrygging er á ábyrgð einstaklinga.

Innifalið

*Á komudag er aðeins kvöldmatur og á farardag er aðeins morgunmatur

Annar kostnaður

Flug

Best er að fljúga til Faro, sem er 20 mín frá Olhão. Því miður er ekki beint flug þangað frá Reykjavík en auðvelt er að millilenda í London og er Easyjet t.d. með flug sem henta ágætlega.

Ef flogið er til Lisbon þarf að gera ráð fyrir rútu til Faro (3.5 tímar) og svo strætó eða leigubíl til Olhão. 

njótum

Jógakennarinn

Sæunn Rut er jógakennari (RYT500), lýðheilsufræðingur og algjört náttúrubarn sem elskar fátt meira en að blanda saman heilsu, útivist og jóga. Hún hefur farið með ýmsa hópa í jóga og heilsuferðir bæði innanlands og erlendis og leiðir reglulega workshop þar sem hún blandar saman jóga, heilsu og vísindum. Hún leggur áherslu á heilbrigðan og öfgalausan lífstíl og vill hjálpa fólki að finna gott jafnvægi milli styrkleika og teygjanleika, áreynslu og slökun.

Sæunn leggur áherslu á að hlusta á líkamann og taka eftir hugarástandi okkar að hverju sinni og að hreyfa sig í samræmi við það. Hún hefur brennandi áhuga á að yfirfæra jógalærdóminn yfir í daglegt líf. Hún veit að lífið gerist utan jógastúdíósins og vill hún hjálpa þér að gera sem mest úr því lífi. Sæunn nýtir bakgrunn sinn í dansi ásamt þekkingu sinni á mannslíkamanum og huganum til þess að búa til jógatíma sem eru fjölbreyttir og skapandi, jógatíma sem miða að því að finna jafnvægi – á jógamottunni sem og í lífinu.

Ef þú vilt prufa tíma hjá Sæunni þá er hún með online tíma (á ensku) í hverri viku sem hægt er að bóka hér. Einnig er hún með fullt af ókeypis tímum á YouTube.

Næring & Núvitund

Jóga, afslöppun, ævintýri og lúxus á suð-austurströnd Portúgals​

Follow me @sajarut for inspiration, latest news, class updates and general shenanigans.